Augnháralengingar - Námskeið
NÁMSKEIÐ Í AUGNHÁRALENGINGUM 2022
DAGUR 1 – BÓKLEGT KENNSLA & FYRIRLESTUR- Föstudagur 16:30-22:00
Í fyrsta tíma er fyrirlestur og bóklegi hlutinn tekinn fyrir. Farið er ítarlega í allt sem tengist ásetningu augnháralenginga, hvernig augnhárið er byggt upp og allt sem þarf að kunna til þess að geta byrjað í augnháralengingum.
19:00 Við bjóðum upp á léttan kvöldmat
Í lokinn er farið yfir vörupakkann og verkleg kennsla á æfingahaus.
DAGUR 2 – VERKLEG KENNSLA Í ÁSETNINGU- Laugardagur 11:00-16:00
Fyrsti módel tíminn. Verkleg æfing á módelum og nemendur æfa sig í ásetningu augnháralenginga.
Nemendur mæta kl 11:00 og setja upp sína vinnuaðstöðu.
Módel mæta kl 12:00 - gott er að velja módel sem getur legið í 3-4klst.
Módel má vera nýbúið í augnháralitun, módel má EKKI vera með augnsýkingu og ekki vera með linsur í augunum á meðan augnháralenging er framkvæmd.
DAGUR 3 – VERKLEG KENNSLA Í LAGFÆRINGU
Þessi tími er 2-3 vikum eftir fyrsta tíma. Módel koma til ykkar í lagfæringu.
Kennari námskeiðsins er Þórey Gunnarsdóttir snyrtifræðingur en hún hefur unnið með augnháralengingar í 10 ár og er ein sú færasta á sínu sviði. Kennt er á vörur frá Lash Extend sem er hágæða vörumerki.
Eftir námskeiðið fá nemendur aðgang að lokuðum hóp á facebook þar sem hægt er að ráðfara sig við kennara ef upp koma spurningar eða vandamál. Til þess að öðlast diploma þarf að skila kennari verkefnum í gegnum Messenger. (nánar um verkefnaskil á námskeiðinu).
Námskeiðið kostar 199.900 kr og fylgir veglegur vörupakki frá Lashextend. Námskeiðið er hægt að fá endugreitt að hluta hjá stéttarfélagi.
Við skráningu þarf að greiða 50.000 kr í staðfestingargjald sem dregst svo af heildarverði námskeiðsins. Leggja þarf inn á reikning 0140-26-010940 kt: 691012-0770 og senda staðfestingu á info@karmapro.is *Athugið að skráningargjald sem greiða þarf við skráningu fæst ekki endurgreitt.