Augnháralengingar - Námskeið
DAGUR 1 – BÓKLEGT KENNSLA & FYRIRLESTUR
Í fyrsta tíma er fyrirlestur og bóklegi hlutinn tekinn fyrir.
Farið er ítarlega í allt sem tengist ásetningu augnháralenginga, hvernig augnhárið er byggt upp og allt sem þarf að kunna til þess að geta byrjað í augnháralengingum.
Við bjóðum upp á léttar veitingar.
Í lokinn er farið yfir vörupakkann og verkleg kennsla á æfingahaus.
DAGUR 2 – VERKLEG KENNSLA Í ÁSETNINGU
Fyrsti módel tíminn. Verkleg æfing á módelum og nemendur æfa sig í ásetningu augnháralenginga.
Nemendur setja upp sína vinnuaðstöðu.
Módel - gott er að velja módel sem getur legið í 3-4klst.
Módel má vera nýbúið í augnháralitun, módel má EKKI vera með augnsýkingu og ekki vera með linsur í augunum á meðan augnháralenging er framkvæmd.
Nemendur fá afhent viðurkenningarskjal fyrir þáttöku í námskeiðinu.
DAGUR 3 – VERKLEG KENNSLA Í LAGFÆRINGU
Þessi tími er 2-3 vikum eftir fyrsta tíma. Módel koma til ykkar í lagfæringu.
Farið er yfir hvernig á að setja Pre made Volume augnhár - 2D 3D 4D til að fá meiri fyllingu -HYBRID
Kennari námskeiðsins er Þórey Gunnarsdóttir snyrtifræðingur en hún hefur unnið með augnháralengingar í 11 ár og er ein sú færasta á sínu sviði.
Kennt er á vörur frá Lash Extend sem er hágæða vörumerki og hafa allir nemendur aðgang að netverslun okkar og geta verslað vörur frá okkur að námskeiði loknu.
Eftir námskeiðið fá nemendur aðgang að lokuðum hóp á facebook þar sem hægt er að ráðfara sig við kennara ef upp koma spurningar eða vandamál.
Til þess að öðlast diploma þarf að skila kennari verkefnum í gegnum Messenger. (nánar um verkefnaskil á námskeiðinu).
Eftir námskeiðið fá nemendur aðgang að aðstöðu heildsölunnar til að æfa sig í 2 heila daga, nemendur bóka tíma í gegnum noona appið!
Námskeiðið kostar 199.900 kr og fylgir veglegur vörupakki frá Lashextend. Námskeiðið er hægt að fá endugreitt að hluta hjá stéttarfélagi.
Við skráningu þarf að greiða 50.000 kr í staðfestingargjald sem dregst svo af heildarverði námskeiðsins. Leggja þarf inn á reikning 0140-26-010940 kt: 691012-0770 og senda staðfestingu á info@karmapro.is *Athugið að skráningargjald sem greiða þarf við skráningu fæst ekki endurgreitt.