Lash & Brow lift - Námskeið

Á námskeiðinu er kennd aðferð til að lyfta augnhárunum og veita þeim fallega sveigju og aðferð til að móta og breyta lögun augabrúnanna.

Lash eXtend er er hágæða vörumerki frá Hollandi sem sérhæfir sig í vörum fyrir augnháralengingar ásamt lash lift og brow lift vörum.

Mikilvægt er að velja réttar vörur fyrir þessa meðferð og við erum mjög stoltar að bjóða upp á þessar flottu vörur sem fara bæði vel með augnhárin ásamt því að virka einstaklega vel. 

Lash eXtend hafa verið í stöðugri vöruþróun síðan 2010 til að uppfylla ströngustu kröfur um gæði til að geta veitt 100% þjónustu ásamt því að veita faglega kennslu fyrir þá sem nota vörurnar þeirra.

-

Lash lift námskeið og start pakki sem inniheldur allt sem þarf til að framkvæma lash lift og fylgja efni með sem duga fyrir 10-20 meðferðir.

Brow lift námskeið og start pakki sem inniheldur allt sem þarf til að framkvæma brow lift og fylgja efni með sem duga fyrir 10-20 meðferðir.

-

Námskeiðið stendur yfir í cirka 2-3 klst.

Farið er yfir hvernig á að framkvæma meðferðina, farið verður yfir allar vörurnar og efnin sem við notum og hvað ber að varast, algeng mistök og umhirðu.

Að því loknu er sýnikennsla þar sem nemendur fá að sjá hvernig meðferðin er framkvæmd. 

Á námskeiðinu er ekki kennt að lita né plokka augnhár og augabrúnir.

 

 Skráning og nánari upplýsingar um dagsetningu, tíma og verð fást á info@karmapro.is

Námskeiðið er hægt að fá endurgreitt að hluta frá öllum helstu stéttarfélögum.

 

 

-