Wax Logic vaxið er unnið á hærri hita en flest önnur vöx (55-60°C). Ástæðan fyrir því að við viljum vinna það á hærri hita, er að vaxið er svo einstaklega þunnt og áferðin þannig að það nær að ‘leka’ alveg ofaní hársekkinn og grípa um hárrótina og ná henni þannig upp með áhrifaríkari hætti. Með því að vera með meiri hita opnast húðholurnar betur svo að hársekkurinn á auðveldar með að komast upp á yfirborðið, og þar af leiðandi er það mun sársaukaminna að koma í vaxmeðferð. Vaxið er samt sérstaklega hannað fyrir þetta hitastig, það er ekki hægt að taka hvaða vax sem er og hækka hitann. Þess vegna mælum við alltaf með að nota potta frá okkur, vegna þess að á þeim sérðu nákvæmt hitastig. Pottarnir okkar halda líka alltaf jöfnu hitastigi (ekki eins og mörg vaxtæki sem að eru alltaf að hita sig upp og slá svo af). Við mælum með að slökkva á pottunum á nóttunni, vaxið er tæpan klukkutíma að hita sig upp aftur í rétt hitastig.

Hver og ein tegund af vaxi hefur innihaldsefni sem að annars vegar verndar húðina, og svo hins vegar næra hana. Þannig að viðskiptavinur á að sjá og finna mun á því að koma reglulega í vaxmeðferð þar sem notað er vax frá Wax Logic. Húðin verður mýkri, ljómandi og minni líkur eru á inngrónum hárum. Allar vörur frá Wax Logic eru Cruelty free.

karmapro.is

VÖRUR

BE PREPARED

Be prepared undirbýr húðina fyrir vaxmeðferð, hann er fyrsti hreinsirinn sem losar um dauðar húðfrumur fyrir aukið hreinlæti.
Be prepared er einnig hægt að vera með sem söluvöru, fyrir viðskiptavini til þess að nota heima á milli meðferða, auk þess er það áhrifaríkt í baráttunni við litlu ‘bólurnar’ aftan á upphandleggjum og lærum.

GET STARTED

Get started er olía ætluð til þess að nota með Hot stuff og Some like it hot, til þess að vernda húðina og auka viðloðun háranna við vaxið enn meira. Það hentar jafnvel viðkvæmustu húðgerðum. Aðalinnihaldsefni þess er Kamilla (chamomile) sem að gefur Get started þennan bláa lit, náttúrulega. Það þarf mjög lítið af olíu undir vaxið, til viðmiðunar: tvö sprey í þurran bómul á að duga á allt nára svæðið.

SECOND SKIN

Second skin er steinefnapúður sem inniheldur EKKI talcum. Púðrið myndar einskonar skjöld og ver húðina á meðan á vaxmeðferð stendur, það dregur einnig í sig olíu og svita og eykur þannig viðloðun háranna við vaxið.

Second skin inniheldur Titanium dioxide sem er græðandi, róandi og sefandi, dregur úr roða og ertingu og er náttúruleg sólarvörn SPF 25 (því er tilvalið að bera púðrið einnig á eftir vaxmeðferð á sólríkum degi).

GOOD TO GO

Good to go er einstaklega rakagefandi og græðandi krem til notkunar eftir vaxmeðferð. Það inniheldur engin paraben né litarefni. Aðalinnihaldsefni þess eru Kalendúla, Aloe vera og hestakastanía. Good to go dregur mjög fljótt úr roða og hita í húðinni og róar hana ásamt því að veita henni góðan raka, kremið er hægt að nota á bæði andlit og líkama. Frábært að vera með í sölu fyrir viðskiptavini til þess að nota sem body lotion á milli meðferða og eins hefur það reynst rosalega vel á sólbruna, kláða í húð, exem og annars konar bruna. (vegna þess hve það dregur úr roða, er græðandi og rakagefandi),

COOL AND CALM

Cool and calm er paraben og litarefna frí olía til notkunar eftir vaxmeðferð. Kælir, róar og sefar ásamt því að næra, með Rós sem aðalinnihaldsefni. Mjög gott er að blanda Cool and calm og Good to go saman og bera á húð eftir vaxmeðferð

JUST TALC

Just talc er olía til notkunar eftir vaxmeðferð, hún er einstaklega nærandi,
róandi og sefandi. Lyktin af Just talc er hreinleg og einstaklega góð.

LEMON-AID 

Lemon-aid eftir vax olían er paraben frí og inniheldur engin gervi litarefni. Meðaðalinnihaldsefnið Sítrónu, er olían sótthreinsandi og rakagefandi ásamt því að hafa mjög hreinlegan ilm. Lemon-aid er síst notuð á allra viðkvæmustu svæðin eins og nára og andlit.

KEEP IT CLEAN

Keep it clean er sótthreinsandi sítrus notaður til hreinsunar á áhöldum. Það nær ekki bara að fjarlægja vax af áhöldum og stálspöðum fljótt og örugglega heldur er líka hægt að nota hann til þess að ná vaxi úr búningum. Það þarf mjög lítið af honum til þess að ná jafnvel þrjóskustu vaxblettum í burtu.

karmapro.is

Vax strimlarnir frá Wax Logic koma í 3 gerðum

- No frills eru visælustu strimlarnir og það er góð ástæða fyrir því. Þeir eru grófari öðru megin, þeim megin sem að fer að húðinni og þannig festast þeir betur við vaxið og sjá til þess að allt vax og hár séu fjarlægð í einum kipp. Vaxstrimlarnir koma á rúllu, 85 metrar og eru ‘pre cut’ þannig að það þarf bara að rífa þá í sundur. Þeir koma í bleiku og bláu.

- Svo erum við með hvíta venjulega vaxstrimla á rúllu sem er 75 m og er ekki ‘pre cut’ heldur þarf að klippa hana niður

- Og hvíta venjulega strimla sem koma tilbúnir 100 stk í pakka.

Hægt er að fá bæði stál- og tréspaða. Við erum með 3 gerðir af stálspöðum, og tvær gerðir af tréspöðum (litla og stóra). Ef notast er við stálspaðana þarf að undirbúa húðina vel áður með Be prepared (fara í hanska og pumpa í lófann, bera á meðferðar svæðið með þéttum strokum til þess að leysa dauðar húðfrumur, strjúka svo yfir svæðið með þurru bréfi) til þess að koma í veg fyrir að fá dauðar húðfrumur ofaní pottinn, þó að það eigi ekkert að lifa þar að þá vill maður samt auðvitað alls ekki fá neitt auka ofaní pottinn.
Svo þarf að passa uppá að hreinsa spaðann á milli meðferða, best er að dýfa honum ofaní pottinn og strjúka svo af honum með vaxstrimli vættum með Keep it Clean sítrusnum (hann fjarlægir vaxið og er sótthreinsandi).

VAXIÐ