WAX LOGIC

Wax Logic vaxið er unnið á hærri hita en flest önnur vöx (55-60°C). Ástæðan fyrir því að við viljum vinna það á hærri hita, er að vaxið er svo einstaklega þunnt og áferðin þannig að það nær að ‘leka’ alveg ofaní hársekkinn og grípa um hárrótina og ná henni þannig upp með áhrifaríkari hætti. Með því að vera með meiri hita opnast húðholurnar betur svo að hársekkurinn á auðveldar með að komast upp á yfirborðið, og þar af leiðandi er það mun sársaukaminna að koma í vaxmeðferð. Vaxið er samt sérstaklega hannað fyrir þetta hitastig, það er ekki hægt að taka hvaða vax sem er og hækka hitann. Þess vegna mælum við alltaf með að nota potta frá okkur, vegna þess að á þeim sérðu nákvæmt hitastig. Pottarnir okkar halda líka alltaf jöfnu hitastigi (ekki eins og mörg vaxtæki sem að eru alltaf að hita sig upp og slá svo af). Við mælum með að slökkva á pottunum á nóttunni, vaxið er tæpan klukkutíma að hita sig upp aftur í rétt hitastig.

 


Hver og ein tegund af vaxi hefur innihaldsefni sem að annars vegar verndar húðina, og svo hins vegar næra hana. Þannig að viðskiptavinur á að sjá og finna mun á því að koma reglulega í vaxmeðferð þar sem notað er vax frá Wax Logic. Húðin verður mýkri, ljómandi og minni líkur eru á inngrónum hárum. Allar vörur frá Wax Logic eru Cruelty free.

VÖRUR

Vax strimlarnir frá Wax Logic koma í 3 gerðum
 

  • No frills eru visælustu strimlarnir og það er góð ástæða fyrir því. Þeir eru grófari öðru megin, þeim megin sem að fer að húðinni og þannig festast þeir betur við vaxið og sjá til þess að allt vax og hár séu fjarlægð í einum kipp. Vaxstrimlarnir koma á rúllu, 85 metrar og eru ‘pre cut’ þannig að það þarf bara að rífa þá í sundur. Þeir koma í bleiku og bláu.
     

  • Svo erum við með hvíta venjulega vaxstrimla á rúllu sem er 75 m og er ekki ‘pre cut’ heldur þarf að klippa hana niður
     

  • Og hvíta venjulega strimla sem koma tilbúnir 100 stk í pakka.

Hægt er að fá bæði stál- og tréspaða. Við erum með 3 gerðir af stálspöðum, og tvær gerðir af tréspöðum (litla og stóra). Ef notast er við stálspaðana þarf að undirbúa húðina vel áður með Be prepared (fara í hanska og pumpa í lófann, bera á meðferðar svæðið með þéttum strokum til þess að leysa dauðar húðfrumur, strjúka svo yfir svæðið með þurru bréfi) til þess að koma í veg fyrir að fá dauðar húðfrumur ofaní pottinn, þó að það eigi ekkert að lifa þar að þá vill maður samt auðvitað alls ekki fá neitt auka ofaní pottinn. Svo þarf að passa uppá að hreinsa spaðann á milli meðferða, best er að dýfa honum ofaní pottinn og strjúka svo af honum með vaxstrimli vættum með Keep it Clean sítrusnum (hann fjarlægir vaxið og er sótthreinsandi).

VAXIÐ

UPPLÝSINGAR

Karma Pro ehf.

Flatahrauni 31, efri hæð

220 Hafnarfirði, Ísland

Sími: 788-2300

Netfang: info@karmapro.is

© 2023 KarmaPro. KASA vefhönnun